Við vorum að fá nýjar vörur!
Við vitum fátt skemmtilegra en að fá nýjar vörur og sýna ykkur!
Núna í vikunni fóru t.d. í sölu einir þægilegustu hlýrabolir sem M fitness hefur framleitt.
Þeir heita Elena og eru í milli sídd, þ.e.a.s. ekki síðir en ekki stuttir heldur.
Efnið er ótrúlega létt og mjúkt, tilvalið á æfingar þar sem þú svitnar og vilt vera í flík sem þornar hratt.
Svo skemmir ekki hvað þeir koma í sætum litum!
Flottur bolur kallar svo auðvitað á flottar leggings líka og þessar nýjustu eru geggjaðar ...
Þær heita Amelia og eru úr einstaklega mjúku efni, þær eru líka með vösum sem mikið hefur verið beðið um hjá okkur enda snilld að geta sett símann bara í vasann á æfingum.
Það sem setur svo punktinn yfir i-ið er scrunch detail að aftan, en "scrunchið" mótar rassinn og gerir hann "kúlulegri"!
Þið hafið einnig mikið óskað eftir síðari æfingatoppum, enda vinsælt þessa dagana að vera einungis í æfingatopp við leggings og við elskum það.
Þessvegna gerðum við Olivia toppinn, einfaldur og klæðilegur en á sama tíma með þægilegu aðhaldi og fallegur í bakið.
Okkur fannst svo kominn tími á fleiri falleg sett og í þetta sinn eru það stuttbuxur og langermabolur í stíl.
Aria og Aria shorts koma í svörtu og khaki og eru algjört must have í sumar!
Þú finnur varla mýkri stuttbuxur en þessar.
Þær eru líka með vösum sem sjást varla nema þegar þú setur símann í og þær eru saumlausar að neðan því við vitum hvað það er
pirrandi að skálmar skerist í lærin.
Fullkomið sett í sólina sem lætur nú vonandi sjá sig sem mest í sumar og einnig tilvalið í ræktina og útlöndin!
pirrandi að skálmar skerist í lærin.
Fullkomið sett í sólina sem lætur nú vonandi sjá sig sem mest í sumar og einnig tilvalið í ræktina og útlöndin!
Hlökkum til að sýna ykkur meira nýtt á næstunni og takk fyrir að senda okkur umsagnir og hugmyndir að nýjum vörum! :)
Mbk, Team M fitness
|