Sterkasta kona Íslands

Sterkasta kona Íslands
Eins og margir vita fór keppnin um Sterkustu konu Íslands fram þann 3. ágúst síðastliðinn á Akureyri.

Og fór hún fram undir heitinu M fitness Sterkasta kona Íslands!

Í ár kepptu þessar mögnuðu konur í sex mismunandi greinum: réttstöðulyftu, svokölluðu Dinnie-steinahaldi, rammaburði og uxagöngu, blandaðri pressugrein og hleðslugrein. Fimm konur kepptu um titilinn og var það Ragnheiður Ósk Jónasdóttir sem fór með sigur af hólmi, þriðja árið í röð!

Kepnnin um silfrið var svo hnífjöfn en að lokum var það síðasta greinin sem réði úrslitum og hafnaði Erika Mjöll Jónsdóttir í öðru sæti.

Aðsend mynd.  Frá vinstri: Snæfríður Björgvinsdóttir (4. sæti), Erika Mjöll Jónsdóttir (2. sæti), Ragnheiður Ósk Jónsdóttir (1. sæti), Berglind Bergsdóttir (3. sæti) og Sigrún Jóhannsdóttir (5. sæti).

Það er síðan ekki á hverjum degi sem Íslandsmet í réttstöðulyftu kvenna er slegið á miðju bílaplani M fitness en það er akkúrat það sem Ragnheiður Ósk Jónasdóttir gerði!


Lyfti hún 245kg - mestu þyngd sem íslensk kona hefur lyft í réttstöðulyftu.

Það var okkur í M fitness heiður að fá að taka þátt sem stærsti styrktaraðili kepninnar og óskum við
konunum fimm innilega til hamingju með frábæran árangur.


Bestu kveðjur, Team M fitness
  |