Valgerður og Mfitness!

Valgerður og Mfitness!
Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að Valgerður Guðsteinsdóttir, atvinnukona í hnefaleikum er nú gengin til liðs við M fitness!



Valgerði þarf vart að kynna, en hún hefur verið brautryðjandi í hnefaleikum kvenna á Íslandi og er núna að undirbúa sig fyrir sinn stærsta bardaga hingað til.
Bardaginn er á vegum MMA félagsins UFC og fer fram á Írlandi þann 20. september næstkomandi.

Þetta verður þrettándi atvinnubardagi Valgerðar og verður hann sýndur í beinni á https://welcome.ufcfightpass.com/region/iceland, fyrir þá sem vilja fylgja Valgerði út og horfa á bardagann er hægt að nálgast miða hér https://www.ticketmaster.ie/event/1800610E27DA9EC3?did=gu&fbclid=PAZXh0bgNhZW0CMTEAAaZOnnwC1TNYCVr8Yg5k7phnqQu4OdVslM3NOiY8EQiBK7SAenhZJsFEPdA_aem_M9qIwbG-ldRxt-aiR_sAjw

Það skiptir miklu máli að hafa rétta fólkið í sínu horni, bæði í hringnum og lífinu sjálfu. Fólk sem er drífandi, jákvætt og góðar fyrirmyndir.
Allt þetta á svo sannarlega við um Valgerði Guðsteinsdóttur og er það okkur heiður að fá að styrkja hana á vegferð sinni á toppinn!



Við erum ótrúlega spennt að hefja þetta samstarf og mun margt skemmtilegt fylgja því sem við munum deila með ykkur síðar <3

M fitness óskar Valgerði góðs gengis og hlökkum við til að sjá hana í hringnum!

- Team M fitness
  |