Nýjasta droppið okkar er ótrúlega fjölbreytt!

Við fengum til að byrja með alveg geggjaðar buxur, þær eru léttar og góðar með sætri klauf neðst og koma að sjálfsögðu bæði í regular sídd og long.
Buxurnar heita Scarlett.

Einnig kom bolur úr svipuðu efni, hann heitir Ivy og er með eins detail og buxurnar, en klauf á hliðinni gerir boli einstaklega kvenlega og klæðilega.

Mikael bolurinn hefur verið einn sá allra vinsælasti á öll kyn og var sá svarti lengi vel uppseldur hjá okkur vegna vinsælda ... hann er nú loks kominn aftur og einnig í nýjum lit.

Þessi dökkblái er alveg ótrúlega fallegur!



Buxur úr svokölluðu "útivistarefni" hafa líka verið afar vinsælar hjá okkur, og kom því ný týpa af slíkum buxum í þessu droppi.
Þær heita Andy og eru unisex. Sjúklega flottar hversdagsbuxur.



Bolurinn á miðjumyndinni kom líka, en hann heitir Molly og er úr bambus.
Þeir sem þekkja bambusinn vita að það er fátt þægilegra en bambus flík og hafir þú ekki kynnst því þá verður þú að næla þér í þennan og prófa!

Komdu til okkar á Stórhöfða 15 í Rvk eða Tryggvabraut 5 á Akureyri, það er alltaf eitthvað nýtt að koma og okkur finnst ekkert skemmtilegra en að sýna ykkur úrvalið!

Mbk, Team M fitness
M Fitness