M FITNESS - Með þér í hverju skrefi
Íslensk hönnun með það að leiðarljósi að skapa fjölbreyttan og vandaðan fatnað fyrir fólk á öllum aldri.

SWIM 2025
Stílhrein & endingagóð sundföt hönnuð með þægindi í huga 🖤
Vissir þú að öll sundfötin okkar eru hugsuð sem "mix & match" & seljast í sitthvoru lagi.
Þannig getur þú valið það sem hentar þínu vaxtarlagi og sett saman hið fullkomna bikiní.
Earth collection
Jarðlitir einkenna þessa línu en í Earth collection má m.a. finna flíkur sem henta bæði í líkamsrækt og útivist.
Spring collection
Fjölbreytt lína sem samanstendur af öllu því helsta sem fataskápurinn þarf fyrir komandi vor.
Vara mánaðarins
Ellen er toppurinn sem þig langar til að vera í allan daginn.
Dásamlega mjúkt efni & breiðir hlýrar sem knúsa herðarnar án þess að þrýsta á.
Við mælum svo sannarlega með þessum 🖤
PILATES
Þegar kemur að því að velja fatnað fyrir pilates tímann er gott að huga að nokkrum mikilvægum þáttum.
Við tókum hér saman okkar helstu punkta til þess að þér líði þægilega, öruggri & vel í æfingunum.
- Buxur verða að haldast vel uppi. Best er að þær séu ekki úr sleipu efni til þess að þú rennir sem minnst til. Hér koma uppháar, mattar eða rifflaðar buxur sér vel.
- Toppar & bolir sem liggja þægilega að líkamanum. Of víðar flíkur geta bæði flækst fyrir og hindrað að þjálfarinn þinn sjái form hryggjasúlunnar í æfingum.
- Pilatesfatnaður verður að vera laus við rennilása og annað sem getur meitt þig eða laskað bekkinn.
Einnig mælum við eindregið með gripsokkum, en þeir auka stöðugleika & jafnvægi í æfingum.