Viktoría leggings eru úr unaðslega mjúku efni. Það sem er sérstakt við þessar leggings er rykkingin sem er á rassinum og strengurinn sem myndar kross að framan. Síddin á þessum er töluvert styttri en á öðrum Mfitness buxum.
Efnið í buxunum er nylon og spandex. Þær eru mýkri, léttari og fínni en flestar aðrar buxur frá okkur.