Órofa peysa
15.990 kr.
Sigurgeir Svanbergsson:
"Órofa þýðir „óbrjótanlegt". Það hefur þróast út í mottó og hjálpar mér að setja mig á ákveðinn stað í hausnum þegar ég tek að mér mjög krefjandi verkefni og er eiginlega orðið einkennis-orðið mitt.
Þessi söluherferð er partur af fjarmagnssöfnun fyrir Ermasundinu sem ég mun synda núna í júlí til styrktar Píeta samtökunum.
En mestu máli skiptir er að merkið mitt og orðið fái að malla í samfélaginu með hvatningu til sjálfsþroska.
En mestu máli skiptir er að merkið mitt og orðið fái að malla í samfélaginu með hvatningu til sjálfsþroska.
Þetta er alls ekki fyrsta sjósund-verkefnið mitt en er það lang stærsta hingað til.
Ég hef gert frekar klikkaða hluti í sjónum og alltaf til að styrkja einhver góðgerðamál
Ég hef gert frekar klikkaða hluti í sjónum og alltaf til að styrkja einhver góðgerðamál
Til þess að ég geti haldið áfram að styrkja góð málefni þá þarf ég að fjármagna verkefnin þar sem þau eru farin að stækka og því fylgir hærri kostnaður.
Orðið órofa er líka eitthvað sem ég vil sjá fólk tileinka sér að einhverju leiti til að þroskast andlega og líkamlega. Ég er líka bara rétt að byrja og ég er með hugmyndir af verkefnum sem enginn í heiminum hefur gert. Til þess að geta klárað slík verkefni þarf „órofa hugarfar”."