Fjarþjálfun

ATH! Það er fullt í þjálfun M Fitness. Auglýst verður þegar opnað verður fyrir skráningar næst á snapchat: marialenaolsen. Skráningar fara fram í gegnum mfitness@mfitness.is

Hæ nagli!

Mikið gleður það mig að þú hafir áhuga á skoða þjálfun M Fitness. Ég ætla að segja þér frá þjálfuninni í sem stystu máli.

Þjálfun M Fitness er persónuleg þjálfun, við kynnumst og verðum í miklum samskiptum. Ég mun fylgja þér eftir og vonast til þess að þú leggir allt í þetta. Ég sem þjálfari ræð ekki árangri þínum, hann er algjörlega undir þér komið. Ég er hér til að aðstoða þig, setja saman það sem þú átt að gera eftir þínum þörfum og þú vinnur vinnuna. Mundu að þú tekur út það sem þú leggur inn – svo ekki vera í uppnámi með árangurinn ef þú vannst ekki vinnuna sem þú áttir að gera. Þú uppskerð því sem þú sáir, svo einfalt er það. Ég vil endilega að þú hafir samband alltaf þegar það er eitthvað, ég svara eins fljótt og ég get hverju sinni – ég er til staðar þegar þú þarft á mér að halda. Ég hlakka mjög til að vinna með þér og sjá þig bæta þig. Let's do this! :)


Þjálfunin sem ég hef uppá að bjóða er eftirfarandi:

Fjarþjálfun 1 mánuður
- Þú færð matar- og æfingaplan sérsniðið þínum þörfum.
- Aðgangur að lokaðri Facebook grúbbu meðan þjálfun stendur yfir.
- Innifalið teygjuplan sem þú getur nálgast inná lokuðu facebook grúbbunni.
- Við verðum í sambandi vikulega.
- Þú hefur alltaf kost á að senda spurningar eða ef það er eitthvað sem óljóst.
- Þú sendir mér myndir í byrjun þjálfunar og eftir 4 vikur.
- Þú sendi mér matardagbók alla sunnudaga, ég fer yfir hana og commenta á hana. Hjálpumst að halda mataræðinu á réttri braut.
- Verð 25.000.-

Fjarþjálfun 3 mánuðir
- Þú færð matar- og æfingaplan sérsniðið þínum þörfum á 4ra vikna fresti, eða eftir þörfum.
- Aðgangur að lokaðri Facebook grúbbu meðan þjálfun stendur yfir.
- Innifalið teygjuplan sem þú getur nálgast inná lokuðu facebook grúbbunni.
- Við verðum í sambandi vikulega.
- Þú hefur alltaf kost á að senda spurningar eða ef það er eitthvað sem óljóst.
- Þú sendir mér myndir í byrjun þjálfunar og á 4ra vikna fresti.
- Þú sendi mér matardagbók alla sunnudaga, ég fer yfir hana og commenta á hana. Hjálpumst að halda mataræðinu á réttri braut.
- Verð 52.500.- (hægt að borga mánaðarlega 17.500.-)

Fjarþjálfun í 6 mánuðir eða lengur
- Þú færð matar- og æfingaplan sérsniðið þínum þörfum á 4ra vikna fresti, eða eftir þörfum.
- Aðgangur að lokaðri Facebook grúbbu meðan þjálfun stendur yfir.
- Innifalið teygjuplan sem þú getur nálgast inná lokuðu facebook grúbbunni.
- Við verðum í sambandi vikulega.
- Þú hefur alltaf kost á að senda spurningar eða ef það er eitthvað sem óljóst.
- Þú sendir mér myndir í byrjun þjálfunar og á 4ra vikna fresti.
- Þú sendi mér matardagbók alla sunnudaga, ég fer yfir hana og commenta á hana. Hjálpumst að halda mataræðinu á réttri braut.
- Verð 90.000.- (Hægt að borga mánaðarlega 15.000.-)

Skilaboð til þín frá þjálfara
Það að þú hafir sért að íhuga það að koma í þjálfun er fyrsta skrefið, þá er bara að skrá sig og framundan eru bara skemmtilegir tímar :) Það er fátt æðislegra en að sjá bætingar og líða vel andlega- og líkamlega. Ef þú hefur áhuga á þjálfun hjá M Fitness ekki hika við að hafa samband: mfitness@mfitness.is. Ég hlakka til að aðstoða þig við að ná markmiðunum þínum.